Teljum niður til jóla með Muggi og Möllu

Borgarbókaasafnið og Bókmenntaborgin fengu Sigrúnu Eldjárn til lið við sig við gerð jóladagatals í ár. Sigrún teiknaði og skrifaði skemmtilega sögu um þau Mugg og Möllu og skrautlegan jólaundirbúning þeirra. Sigrún er landþekkt fyrir barnasögur sínar og eiga Muggur og Malla eftir að stytta biðina til jóla með ævintýrum sínum. Einn kafli er fyrir hvern dag og margt líflegt og skemmtilegt sem á eftir að henda þau Mugg og Möllu áður en jólin ganga í garð. Jóladagatalið er hægt að finna á vef Borgarbókasafnsins og í gegnum vef Bókmenntaborgarinnar á síðunni http://joladagatal.adventcalendar.com/.